Erlent

Byggingarfulltrúi sagði húsið sem hrundi í „mjög góðu ástandi“

Björgunarsveitar- og slökkviliðsmenn í Miami í Bandaríkjunum vonast enn eftir því að finna fólk á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi óvænt í síðustu viku. Enginn hefur þó fundist á lífi nema skömmu eftir að húsið hrundi. Enn er 151 manns saknað en búið er að finna og bera kennsl á lík tíu manns.

Erlent

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Erlent

Grænlenskar riffilstúlkur til barnaverndarnefndar

Grænlensku stúlkurnar þrjár, sem lögregla handók í gær fyrir að skjóta á þorpið Ikamiut við Diskó-flóa, hafa verið færðar í umsjón barnaverndaryfirvalda. Þær reyndust allar undir átján ára aldri og teljast því vera börn í skilgreiningu laganna.

Erlent

Forseti Tékklands segir trans fólk „viðbjóðslegt“

Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna.

Erlent

Komið að ögur­stund hjá Löfven

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti.

Erlent

Hitamet fellur í Kanada

Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu.

Erlent

Grænlenskar stúlkur létu riffilskotin vaða

Uppnám varð í þorpinu Ikamiut á vesturströnd Grænlands í dag þegar þrjár stúlkur á stolnum báti tóku upp á því að skjóta á þorpið af bátnum utan við höfnina. Íbúar voru beðnir um að halda sig frá hafnarsvæðinu meðan beðið væri aðstoðar lögreglu.

Erlent

Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru

Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður.

Erlent

Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju

Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita.

Erlent

Prófa bólu­efni gegn Beta-af­brigðinu

Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur nú hafið prófanir á bóluefni gegn nýju afbrigði Covid-19, svokölluðu Beta-afbrigði veirunnar sem kennt er við Suður-Afríku.

Erlent

Þrjár konur létust í árásinni í Würzburg

Þrjú fórnarlömb árásarmanns sem gekk berserksgang með eggvopni í borginni Würzburg í Bæjaralandi í gær voru öll konur, að sögn lögregluyfirvalda. Hann særði auk þess fimm aðrar konur og eitt barn.

Erlent

Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka

Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum.

Erlent

Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans

Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur.

Erlent